Tilkynningar

Hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs veitt í Kaupmannahöfn

Katarina Frostenson, Hans Abrahamsen, Joachim Trier, Eskil Vogt, Thomas Robsahm, Arnar Már Arngrímsson og smáforritið „Too Good To Go“ tóku við verðlaunum Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Katarina Frostenson hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Sånger och formler. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Í ljóðum hennar – sem eru sveigjanleg, þrátt fyrir […]

Fundur Fólksins

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Fundar Fólksins. Fundur fólksins er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál og stjórnmál sem haldin verður 2. og 3. september 2016  í Norræna húsinu. Þar munu ólíkir hópar koma saman og ræða þau mál sem á þeim brenna og hvernig samfélag þeir vilja að Ísland verði í framtíðinni. […]

Norrænir menningarstyrkir

Menningargáttin; Nordisk kulturkontakt Vantar þig styrk? Nánar á vef KKN   Umsóknarvefur Norræna menningargáttin eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin. Samtökin starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir: 1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. 2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna. 3. NORDBUK styrkjaáætlunina. Menningargáttin tekur virkan þátt í […]