VídjóDANS


Salur
Aðgangur ókeypis

Ókeypis tveggja daga dans- og vídeó vinnusmiðja
12 ára og eldri
Tónleikasalur

Föstudag 2. september kl. 16:00 – 18:00 og laugardag 3. september kl. 10:00 – 15:00 (með ókeypis hádegisverði)

Í þessari vinnustofu gefst þátttakendum tækifæri til að kanna hvernig líkamar, landslag, hreyfingar og myndavélar mætast. Með aðstoð kennarans Janne Gregor mun hver nemandi þróa VídjóDANS þar sem þeim gefst færi á að leyfa gestum Norræna hússins og samnemendum sínum að fá innsýn í persónuleika sinn á skapandi hátt. Vinnustofan nær yfir tvo daga og unnið verður með upphitunaræfingar, hreyfiæfingar og samtöl sem skoða hvað sé hægt að segja án orða. Hver nemandi gerir sitt eigið myndband og velur tökustað í Norræna húsinu eða á útisvæði hússins og þróar með sér færni til að horfa á staði sem sviðsmynd.

Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér spurningum á borð við: Hvað gerir þennan stað að uppáhalds staðnum mínum? Hvað segir það um mig? Hvaða sögu vil ég segja með hreyfingum?
Þátttakendur verða bæði fyrir framan og aftan myndavélina og þjálfa líkamsvitund sína og spunahæfileika. Í lok vinnustofunnar fá nemendur tæknilega aðstoð við að klippa myndbönd sín sem verða sýnd í september í Norræna húsinu.

Vinsamlega takið með ykkur myndavél eða farsíma og þægileg föt og nesti að eigin vali en athugið að það verður frír hádegisverður á laugardaginn.

Vinnustofan fer fram á íslensku og ensku.

Skráning með því að senda nöfn og aldur þátttakenda í tölvupósti á hrafnhildur@nordichouse.is.

Þessi vinnustofa fer fram í tengslum við Goethe Morph* Iceland, sem er þvermenningarlegt lista framtak Goethe-stofnunarinnar í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík.

Janne Gregor, fædd í Berlín, er danshöfundur, sviðslistamaður og stjórnarmeðlimur danskennslumiðstöðvar í Berlín. Janne Gregor og starfsfélagar hennar leitast stöðugt að tengjast listamönnum frá mismunandi heimsálfum, kynslóðum og menningarheimum í gegnum dans. Sem sviðslistamaður hefur hún meðal annars unnið með Marinu Abramovic, Joan Jonas og Micha Purucker.