Vestnorræni dagurinn á Íslandi 2019


Vestnorræna deginum verður fagnað í ár með viðamikilli dagskrá sem samanstendur af sýningu, vinnustofum fyrir börn og fjölskyldur, listamannaspjalli og málstofu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur 23. september en dagskráin nær yfir tvo daga. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.

Dagskrá

Sunnudaginn 22. september kl. 13-15 verður áhersla á vestnorræna barnamenningu í Norræna húsinu. Við fáum til okkar höfunda Skrímslabókanna þær Rakel Helmsdal & Áslaugu Jónsdóttur sem verða með upplestur og vinnustofu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lesa meira

Mánudaginn 23. september kl. 16-17:30 bjóða Norræna húsið, Vigdísarstofnun, Norræna félagið  og Vestnorræna ráðið til málstofu í Veröld – húsi Vigdísar þar sem fólk úr ólíkum geirum kynnir samvinnu- og rannsóknarverkefni með vestnorrænni áherslu.  Eftir málstofuna er boðið til hátíðlegrar móttöku í Norræna húsinu með listasýningum, leiðsögn og vestnorrænum veitingum.

 

Málstofa 23. September í Veröld – húsi Vigdísar
Kl. 16:00 – 17:30 (Boðið verður upp á kaffi fyrir málstofuna, frá 15:45)
Málstofan verður á íslensku.

Ann-Sofie Gremaud býður gesti velkomna.

Guðjón S. Brjánsson, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Vestnorræn tungumál: Þema Vestnorræna ráðsins starfsárið 2019-2020.

Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku.
Vistfræði tungumála á Vestur-Norðurlöndum.

Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði og safnafræði, og Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í safnafræði.
Hlutir í huga.

Ann-Sofie Gremaud, lektor í dönsku.
Alþjóðleg rannsóknarverkefni um tengsl Vestnorræna svæðisins við Danmörku.

Rakel Helmsdal og Áslaug Jónsdóttir, höfundar Skrímsla-bókanna.
Skrímslabandalagið: um fjöltyngd skrímsli og skapandi samstarf.

Umræður og spurningar
Inuuteq Storch kynnir sýningu sína í Norræna húsinu.

Móttaka í Norræna húsinu

Kl. 17:40 – 19:00 Að málstofunni lokinni halda gestir yfir í Norræna húsið þar sem boðið er til móttöku með vestnorrænum veitingum, tónlist og listasýningum. 

Kl. 18:00-18:30 Heldur listamaðurinn Inuuteq Storch leiðsögn um sýningu sína Pósturlíns sálir í Atríum Norræna hússins. lesa meira

Allir velkomnir!

boðskort

 

Norræna húsið skipuleggur dagskránna í samvinnu við:

  • Færeysku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
  • Grænlensku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
  • Norræna félagið
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Vestnorræna ráðið
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

 

Um vestnorræna daginn
Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Haustjafndægur varð fyrir valinu til að marka vestnorræna sögu og menningu á Vestur-Norðurlöndunum. Umsjón með deginum er í höndum Mennta- og menningarmálaráðuneytis í hverju landi fyrir sig. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum þremur löndunum á sama tíma.