Leiðsögn með grænlenska listamanninum Inuuteq Storch

Leiðsögn með grænlenska listamanninum Inuuteq Storch

Í tilefni af vestnorræna deginum býður Inuuteq Storch upp á leiðsögn um sýningu sína Postulínssálir (Porcelain Souls) í Atrium Norræna hússins. Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.  

 

Storch fræðir okkur um forsögu verkefnisins, hugmyndir hans um sjálfsmynd grænlendinga og aðferðina sem hann notar í list sinni sem er að flétta saman vestrænum hugmyndum um list og grænlenskri sagnarhefð.  

Leiðsögnin varir í 30 mínútur og fer fram á dönsku og ensku. Að leiðsögninni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.