MÓTTAKA & LEIÐSÖGN MEÐ Inuuteq Storch


18:00

Vestnorrænn matur og menning – móttaka

Í tilefni af vestnorræna deginum býður Norræna húsið til hátíðlegrar móttöku þar sem boðið verður upp á vestnorræna menningu, mat og drykk. Móttakan hefst eftir dagskrá í Veröld- húsi Vigdísar kl. 17:45 og er til kl. 19:00. Sjá dagskrá fyrr um daginn í Veröld- húsi Vigdísar.

Leiðsögn með grænlenska listamanninum Inuuteq Storch

Klukkan 18:00 býður Inuuteq Storch upp á leiðsögn um sýningu sína Postulínssálir(Porcelain Souls).  Storch fræðir okkur um forsögu verkefnisins, hugmyndir hans um sjálfsmynd grænlendinga og aðferðina sem hann notar í list sinni sem er að flétta saman vestrænum hugmyndum um list og grænlenskri sagnarhefð.  Leiðsögnin varir í 30 mínútur og fer fram á dönsku og ensku.
Allir velkomnir!

Sjá dagskrá fyrr um daginn í Veröld- húsi Vigdísar