PORCELAIN SOULS – Inuuteq Storch


Sýning í Atrium Norræna hússins – Aðgangur er ókeypis.

Mánudaginn 23. september á vestnorræna deginum verður Inuuteq Storch með leiðsögn um sýninguna sína PORCELAIN SOULS í Atrium hússins. Leiðsögnin hefst kl. 18:00 og er ókeypis. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp á vestnorrænar veitingar á bókasafni Norræna hússins. Allir velkomnir.

 

Ég áttaði mig á því að rituð saga Grænlands er að mestu skrifuð af útlendingum og flestar myndirnar sem teknar voru í gamla daga voru teknar af útlendingum.“ 

Á sýningunni Porcelain Souls deilir grænlenski listamaðurinn og ljósmyndarinn Inuuteq Storch myndum og bréfasamskiptum fjölskyldu sinnar frá árunum 1960-1980. Með sýningunni vill hann gefa fólki innsýn í það hvernig fjölskylda hans upplifði það að búa á Grænlandi á þessum árum, samband þeirra við náttúruna og hvort annað.

Storch lauk námi í ljósmyndun frá Fatamorgana í Kaupmannahöfn og við International Center of Photography í New York. Hann hefur gefið út nokkrar myndabækur og verk hans hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Kólumbíu, Grænlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Sýningin er byggð á bókinni PORCELAIN SOULS sem kom út árið 2018. Bókin er til sölu í Hönnunarverslun Norræna hússins.

 

Inuuteq Storch skrifar 

Þetta verk er fyrsta bókin í stærra verkefni sem tengist þeirri sögu sem situr bæði í sál minni og erfðamengi, sögu Grænlands.

Ég áttaði mig á því að rituð saga Grænlands er að mestu skrifuð af útlendingum og flestar myndirnar sem teknar voru í gamla daga voru teknar af útlendingum.

Erum við að fá réttar upplýsingar ef við spyrjum engra spurninga? Rétt eins og í efnafræði munu fræðin og raunverulegar tilraunir aldrei gefa sömu upplýsingar, vegna þess að allar sviðsmyndir hafa lag á því að týna upplýsingum eða afla þeirra á hátt sem við getum ekki stjórnað.

Staðan núna er sú sama, við getum ekki stýrt því hverju önnur manneskja hrífst af og hvað hún leggur áherslu á þegar hún skrifar um Grænland og við getum ekki sagt fyrir um hvernig tungumálaörðugleikar breyttu sambandi þess sem átti sér stað og þess sem var skrifað.

Við getum ekki stýrt sýn ljósmyndarans og hugmyndum hans um hvað beri að sýna í ljósmyndunum.

Ég fékk þá hugmynd að reyna að lágmarka þessa skekkju með því að safna myndum frá fjölskyldu, vinum og heimamönnum til að sýna hversdagslíf þeirra. Leyfa einfaldlega sögu þeirra sjálfra að verða aðgengileg Grænlandssaga í bókarformi.

Þessi bók er safn mynda sem foreldrar mínir tóku þegar ég var ung og bréf þeirra til hvors annars þegar þau bjuggu á sitt hvorum staðnum (faðir minn í Sisimut á Grænlandi og móðir mín í Árósum í Danmörku).

Myndirnar eru frá merkilegum tíma í sögu Grænlands, þegar barátta okkar fyrir eigin ríkisstjórn var að verða að veruleika. Á sama tíma var Grænland að nútímavæðast með aukinni menntun og hnattvæðingin fór að hafa áhrif á þjóðfélagið.

Bréfin eru frá miðjum níunda áratugnum og sýna mismunandi upplýsingar um hversdagslíf á persónulegum nótum, þar á meðal hversdagsathafnir, tilfinningar og sambandið milli foreldra minna.

Heimasíða ljósmyndarans