Varbergs Kammerkór – Aðgangur ókeypis


20:00

Varbergs Kammerkór heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. júní kl. 20:00

Kammerkórinn í Varberg er sjálfstæður kór sem var stofnaður árið 1976. Kórinn vill viðhalda breidd í tónlistarval sínu, af mismunandi toga og mismunandi tímaskeiðum. Fyrst og fremst er sungið acapella en kórinn er stundum einnig í samstarfi við hljómsveitir og mismunandi hópum af tónlistarmönnum. Sem dæmi um hið síðarnefnda þá hefur kórinn oftar en einu sinni flutt Messu í B-moll eftir Bach ásamt Barokksveitina í Drottningholm og unnið með djasstónlistarmönnum í fjölda verkefna.

Kórinn hefur oftar en einu sinni fengið heiðurinn að frumflytja nýsamda tónlist. Einnig hvað aldur kórfélaganna varðar er vísvitandi reynt að hafa breidd; kórinn hefur reglulegt innstreymi af yngri meðlimum sem helga frítímann sinn að Kammerkórnum í Varberg saman með eldri kórsöngvurum. Það getur þýtt æfingar, stjórnarverkefni, tónleikahald og tónleikaferðalög. Aðalverkefni haustsins er flutningur á sálumessu Mozarts og þar á eftir Jólaóratóríu Bachs í byrjun janúar 2018 – bæði skiptin í samstarfi við hljómsveit frá Göteborg Baroque.

Kórinn er með tvo stjórnanda og skipta þeir á milli sin verkefnum; Gunno Palmquist, prófessor í kór og kórfræðum við Sviðs- og tónlistarháskólann, og Johannes Landgren, prófessor í orgel og spuna, einnig við Sviðs- og tónlistarháskólann í Gautaborg.

Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.