Umhverfisvænna matarræði! Grænkeraréttir með Guðrúnu Sóleyju


20:00

Þann 28. febrúar kl. 20-22 munu Ungir umhverfissinnar og Norræna húsið/Norðurlönd í fókus standa fyrir viðburði um umhverfisvænt matarræði. Viðburðurinn hefst á fræðslu um umhverfisáhrif matarræðis frá Alexöndru Kjeld, umhverfisverkfræðingi. Að henni lokinni mun sælkerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir kenna okkur að elda tvo umhverfisvæna grænkerarétti úr íslensku hráefni. Hér er því kjörið tækifæri til að fræðast um og læra að elda umhverfisvænni mat!

Viðburðurinn fer fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða á tix.is
Takmarkaður sætafjöldi!

Alexandra Kjeld
Alexandra hefur áralanga reynslu af gerð svokallaðra vistferilsgreininga, þar sem umhverfisáhrif vöru eða þjónustu eru metin yfir allan líftímann. Með slíkum greiningum eru tekin með í reikninginn umhverfisáhrif vegna framleiðslu og vinnslu hráefna, flutnings þeirra, reksturs eða notkun og að lokum förgun eða endurvinnsla. Alexandra mun fara yfir stöðu þekkingar varðandi umhverfisáhrif ólíks matarræðis og fara þá einna helst yfir gróðurhúsaáhrif eða kolefnisspor ólíkra matvæla.

Guðrún Sóley
Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar og sælkerans Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur. Uppskriftir bókarinnar eru fjölbreyttar, girnilegar, saðsamar og vegan í gegn. Guðrún mun kenna okkur að elda tvo einfalda rétti úr bókinni sinni ásamt því sem hún fræðir okkur um hráefnið sem er að sjálfsögðu íslenskt.

Viðburðurinn fer fram á jarðhæð. Sjálfvirk opnun (rafmagns-hnappur) er við inngang hússins. Vinsamlegast hafið samband við okkur varðandi aðrar aðgengisþarfir.