Þorkell Sigurbjörnsson – Flaututónlist 15:15 tónleikasyrpan


15:15

Þorkell Sigurbjörnsson – Flaututónlist

Þorkell Sigurbjörnsson – Flaututónlist er yfirskrift tónleika Íslenska Flautukórsins í 15.15 tónleikaröð Norræna hússins sunnudaginn 22. apríl kl. 15.15. Á tónleikunum verður flutt flaututónlist Þorkels Sigurbjörnssonar í minningu hans. Á efnis skrá eru: Ra’s Dozen – 12 flautur, Til Manuelu – flauta, Dropaspil – 2 flautur, Sicilienne – flauta og gítar,  Kalais – flauta, Tvíteymi – flauta og klarinetta, Oslóarræll – flauta (og píanó ad lib.), Hverafuglar – flauta, gítar og selló,  Viennese Jig – 8 flautur – Íslandsfrumflutningur.

Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og hefur á að skipa fremstu flautuleikurum landsins. Efnisskrá flautukórsins samanstendur að mestu leyti af nútímatónlist og hefur hann frumflutt fjölmörg ný verk.

Miðasala er við innganginn.

Miðaverð er 2000 kr. en 1000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.