Textíl vinnusmiðja Félags áhugamanna um árshátíðir – Barnamenningarhátíð


13:00-15:00

Skráning

Textíl vinnusmiðja í Norræna húsinu á Barnamenningarhátíð fyrir 10 ára og eldri, með listakonunum Eddu Mac og Bethina Elverdam.

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á tix.is. 

Tvær vinnustofur eru í boði:

  1. Fimmtudaginn 19. apríl kl. 13-15.
  2.  Laugardaginn 21. apríl kl. 13-15.

Námskeiðið fer fram á íslensku, ensku og dönsku.

Þann 17. apríl opnar textílsýningin: Um Félagið áhugamanna um árshátíðir eftir Eddu Mac í Norræna húsinu. Sýningin segir skemmtilega sögu af Bjartsýnu Bínu, Jafet geimfara og Fyrirliðanum:
Bjartsýna-Bína kemur færandi hendi, Jafet geimfari mætir í vitlausum búning og Fyrirliðinn segir sama brandarann þriðja árið í röð. Þau eru öll í Félagi áhugamanna um árshátíðir. Félagið kemur saman annan laugardag febrúarmánaðar ár hvert. Portrettmyndir af öllum meðlimum verða til sýnis í Norræna húsinu frá 17. april (sýningin).

Edda Mac útskrifaðist með BFA gráðu frá Parsons vorið 2012. Hún hefur stundað nám í myndlist og textíl á Ítalíu, í Frakklandi, Suður-Kóreu og á Íslandi. Edda heldur úti Instagram síðunni drottonbaumen.