Sýningarstjóraspjall með Agnieszka Jacobson


15:00

Sunnudaginn 26. mars kl.15:00 verður sýningarstjóraspjall með Agnieszka Jacobson í Black Box.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Veitingar eru í boði Pólska Sendiráðsins.

Agnieszka Jacobson-Cielecka  sýningarstjóri Roundabout Baltic PLUS Iceland heldur fyrirlestur um tildrög sýningarinnar, hönnuðina og þemað.

Roundabout Baltic er alþjóðleg hönnunarsýning með munum sem hannaðir hafa verið í átta löndum sem sameinuð eru af strandlínu Eystrasaltsins. Sýningin kynnir verk hönnuða frá Eystrasaltssvæðinu í víðu menningarlegu og myndrænu samhengi. Sýningin reynir ekki að gefa tæmandi mynd af hönnun frá svæðinu heldur er hún eins konar frásögn, sem sprottin er af persónulega sjónarhorni sýningarstjórans. Hún laðar fram sterka sjónræna tengingu milli hönnuðanna, verkanna og sjávarlandslagsins, sem er greipt í meðvitund hönnuðanna. Landslagið, sandöldurnar, ströndin og vatnið, gróðurinn, steinarnir og lífið neðansjávar, dagarnir og breytingar árstíðanna – er bakgrunnur frásagnarinnar. Verkin og handverkið eftir hönnuðina sem hafa alist upp við hafið eru aftur á móti undirstaðan í margþættum vef frásagnarinnar.

Upprunalega sýningin kynnti verk eftir fleiri en 40 hönnuði frá átta löndum. Í tilefni af opnuninni í Norræna húsinu verður bætt við dæmum um íslenska samtímahönnun, sem eru innblásin af hafinu og sjávarlandslagi.

Nánar um Agnieszka Jacobson-Cielecka

Ath! aðgangur inn á sýninguna er ókeypis yfir HönnunarMars 23.3-26.3 2017.

Opnunartíma yfir hátíðina eru eftirfarandi:

23.3  11:00-22:00
24.3  11:00-20:00
25.3  11:00 -17:00
26.3  11:00 – 17:00