Sýningar fyrir skólahópa


10:00

Í tilefni af Nordic Film Festival býður Norræna húsið upp á sérstakar skólasýningar fyrir nemendur og kennara. Hægt er að velja um tvær myndir . Nánar um myndirnar hér fyrir neðan.

Allar myndirnar eru með enskum texta og umræður fara fram á ensku. Pláss er fyrir 80 nemendur í salnum.

Skráning: info@nordichouse.is (takmarkað pláss).

BUGS (DK) 

Sýningartími: föstudaginn 10. mars kl. 10:00 + spurt og svarað með leikstjóranum.

Leikstjórinn Andreas Johnsen verður viðstaddur sýninguna til að svara spurningum áhorfenda og deila með okkur reynslu sinni.

Sýnishorn

Undanfarin þrjú ár hefur hópur vísindamanna og matreiðslumeistara frá Kaupmannahöfn, Nordic Food Lab, ferðast um heiminn til fræðast um venjur og hefðir í skordýramatargerð. Teymið sem samanstendur af Josh Evans, Ben Reade og Roberto Flore ferðaðist m.a til Ástralíu, Mexico, Kenýa, Japan þar sem þeir smakka, elda og ræða við fólk um þennan mikilvæga prótíngjafa sem tveir milljarðar manna neyta reglulega.

”BUGS is one of most compelling documentaries about food in the past few years” – John Wedemeyer. 

Andreas Johnsen gerir myndir til að svala eigin forvitni. Að búa til heimildarmyndir er hans leið til að rannsaka, upplifa og skilja heiminn betur. Þegar Andreas langar að læra meira um Kína og pólitíska ritskoðun gerir hann mynd um Ai Weiwei. Þegar hann sér mörgum spurningum ósvarað varðandi fæði í framtíðinni fer hann í heimsreisu með Nordic Food Lab og kynnir sér málið. Andreas hefur verið duglegur við leikstjórn og framleiðslu síðan 2002 og fengið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar.

Kennsluefni í boði.

  • According to the Food and Agriculture Organization of the United Nations, FOA, insects should be a significant part of our protein source in the future if we want to avoid food shortages. But can we change our Western habits and learn to eat insects? Which factors come into play, when we want to affect food culture?

Did you know…

…that around 2 billions of people already eat insects?

Frumsýnd: 2016
Leikstjóri: Andreas Johnsen
Tegund: Heimildarmynd
Lengd: 1h 16 min.


The Perfect Selfie (FIN) – FULLBÓKAÐ!!! AUKA SÝNING 13. MARS FULLBÓKAÐ!

Sýningartími: þriðjudagur 14. mars, kl 10:00 – FULLBÓKAÐ!

Aukasýning: mánudagur 13. mars, kl. 10:00 – FULLBÓKAÐ! 

Bekkir: 9. – 10

The Perfect Selfie er nútímaleg uppvaxta saga finnsku Instagram stjörnunnar Olivia Oras á öld samfélagsmiðla.

The Perfect Selfie fylgist með lífi Oliviu í eitt ár og sýnir augnablikin sem hún deilir ekki á veraldarvefnum. Þessi heimildarmynd er áminning á að glansmynd samfélagsmiðla er ekki alltaf raunin og að við deilum aðeins brota broti af okkar raunveruleika með öðrum. Olivia er með yfir 20 000 fylgjendur, en þekkja aðdáendur hennar hana í raun og veru?

Sýnishorn

Kennsluefni í boði

Skráning fyrir bekk: info@nordichouse.is (takmarkað pláss)

 

Frumsýnd. 2017
Leikstjórar: Maryam Razavi and Jenni Salonen
Heimildarmynd
Lengd: 1h 7 min.

 

Skoða skólasýningu fyrir menntaskólanema