Reykjavík Fringe festival í Norræna húsinu


Reykjavík Fringe er jaðar fjöllistahátíð sem verður haldin í annað skiptið fyrstu vikuna í júlí. Yfir 100 verk fara fram víða um borgina og geta gestir fundið leikhús, dans, barnasýningar, sirkús, kabarett, ljóðalestur, innsetningar, málverkasýningar, uppistand og fleira til að njóta í 6 daga listaveislu.

Hátíðin er í samstarfi við fjölda sýningarstaða í borginni, þar á meðal Norræna húsið þar sem fjölbreytt norræn dagskrá tekur yfir vikuna.
6 verk koma fram í Norræna húsinu frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Eistlandi. Einnig verða í boði sýning af æskulýðsprógrammi hátíðarinnar, Youth Fringe.

Allar sýningarnar eiga sér stað milli 1. og 6. júlí 2019.

 

Hótel Hamingja (Ísland)
Leikhópurinn X
Gamanleikur með dramatískum undirtón sem fer fram á hótelherbergi. Sýningin leikur sér að sápuóperum, þar sem allir á hótelinu, bæði starfsfólk og gestir, hafa eitthvað að fela og vandræði þeirra við að lifa saman í sátt og samlyndi.
Aldur: 18+

Tickets costs 1.000 ISK

 

Issun Boshi – A Japanese Folktale About A Very Little Samurai (Noregur)
Kaja Productions
Norskur leikhópur setur upp japanska þjóðsögu með lifandi píanó tónlist og brúðuleik fyrir yngstu áhorfendurna. Töfrandi og sjónræn sýning sem opnar á fantasíu, tungumál og tónlist. Norska er töluð í sýningunni.
Aldur: 3-9 ára

Tickets cost 1.ooo ISK

 

Romeo and Juliet (Noregur)
Kompani13
Rómeó og Júlía er magnþrungnasta ástarsaga sem við þekkjum. Getur hún enn sagt okkur eitthvað? Já! Um mannlegt eðli, ábyrgð gagnvart hvort öðru, hvernig ákvarðanir geta breytt lífinu. Hversu heimskulegt og mikill óþarfi stríð er, þegar ást er til staðar. Þetta gagnvirka leikhúsverk fer fram í gróðurhúsi Norræna hússins í smáu og nánu umhverfi.
Aldur: 13+

Tickets cots 1.200 ISK

 

Throwaway! (Noregur)
Det Andre Teatret
Gamli vasinn sem þú fékkst frá frænku þinni fyrir mörgum árum, snjáði bolurinn sem fyrrverandi gleymdi eða dagblaðið frá síðustu viku – þessu verður öllu hent fyrr eða síðar. Af hverju ekki að henda því á sýningunni okkar – og við segjum þér sögu um hlutinn áður en við kveðjum og skiljum við hann.
Spunnar sögur sem byggja á hlutum sem áhorfendur koma með sem þeir vilja henda. Í heimi þar sem við öðlumst meira og meira af hlutum, býður Det Andre Teatret upp á sýningu þar sem hlutirnir öðlast nýtt líf – hvað eru þeir, hvað gætu þeir hafa verið og hvað viljum við að þeir séu.
Aldur: 13+

Tickets costs 2.000 ISK and can be found here.

 

Viggo The Viking (Noregur & Eistland)
Viggo Venn
Orðalaus saga af klaufalegum víking sem uppfyllir ekki kröfurnar um að vera sterkur víkingur. Með fallegri tónlist spilaðri á ekta víkinga hljóðfærum eru áhorfendur fluttir í orðalausa ferð með bæði hlátrasköllum og þöglum stundum þar sem væntingar til karlmennskunnar eru kannaðar – bæði á víkingaöldinni og í nútímanum. Allt flutt af trúði.
“Ímyndaðu þér ef Charlie Chaplin birtist í Game of Thrones og reyndi að segja eitthvað um karlmennsku árið 2019.”
Aldur: 13+

Tickets costs 2.000 ISK and can be found here.

 

With A Strong Voice (Finnland)
Shine Act
With A Strong Voice lyftir upp kvenkyns röddum Y-kynslóðarinnar. Með tónlist, töluðu orði og hreyfingu eru mismunandi sögur sagðar um að vera ung kona í dag. Þessi glænýja samþætta sýning skoðar núverandi þemu og miðar að því að styrkja við unga áhorfendur.
Hún bendir á stöðu kvenna og hvað það þýðir að vera kona í dag og spyr hverju við viljum breyta, hvernig við getum breytt því og haldið áfram að þróast í pólitísku umhverfi nútímans.
Aldur: 13+

Tickets costs 1.000 ISK and can be found here.

 

Youth Fringe

Veður 

Tónlist eftir söngkonuna og lagahöfundinn Ingveldi Samúelsdóttur. Ingveldur syngur frumsamin lög og spilar á gítar.

Nafn sýningarinnar er dregið af uppgötvun Ingveldar að nánast öll lögin sem hún hefur samið minnast á veðrið eða náttúruna á einhvern máta.

Þessi sýning er hluti af Youth Fringe dagskrá RVK Fringe, þar sem ungt fólk á aldrinum 13-18 ára fær tækifæri til að koma fram.

Aðgangur er ókeypis.

 

Heimsækið heimasíðu RVK Fringe og app hátíðarinnar fyrir frekari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar.
Miðar fara í sölu fljótlega hjá tix.is

Nánari upplýsingar á heimasíðu RVK Fringe festival