Ofurkonan þú


17.30

Stafrænt örfyrirlestrakvöld skipulagt af tveimur félögum, Ungum athafnakonum (UAK) og Hugrúnu geðfræðslufélagi og er umræðuefni kvöldsins “ofurkona”. Hvað felst í þessu hugtaki og hvaðan kemur þessi pressa sem margar konur finna fyrir að þurfa að standa sig vel á öllum sviðum lífsins; starfi, hreyfingu, fjölskyldulífi, heimilisstörfum og fleira, allt á sama tíma?

Við  fáum að heyra reynslusögur frá konum sem hafa brunnið út eða hafa reynslu af þessari pressu.  Einnig fáum við til okkar fagaðila sem munu ræða áhrif streitu og svefnleysis á heilsufar.

Viðburðurinn mun vegna Covid-19 takmarkana, vera stafrænn viðburður og honum verður streymt beint frá Norræna húsinu.

Dagskráin hefst kl. 17:30 og fer fram á íslensku.

Við höfum fengið góða gesti til liðs við okkur:

• Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði.

• Hafrún Kristjánsdóttir er íþróttasálfræðingur með doktorspróf í læknavísindum og er deildarforseti íþróttafræðideildar HR.

• Inga Dagný Eydal er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ofurkona. Síðastliðinn vetur gaf hún út bókina „Konan sem datt upp stigann, reynslusaga af kulnun“.

• Sylvía Briem Friðjónsdóttir er verkefnastjóri þjálfunar á ungu fólki hjá Dale Carnegie. Hún er nú á loka ári í grunnnámi í sálfræði og er einn af þátttastjórnendnum í Norminu.

Viðburðurinn á Facebook