Nýdanskur femínismi


19:30

Norðurlönd í fókus standa fyrir umræðukvöldi í sal Norræna hússins þriðjudagskvöldið 23. janúar kl. 19:30-21:00 með dönsku baráttukonunum og femínistunum Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri. Umræðan fer fram á ensku. Allir eru velkomnir.

Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri hafa vakið mikla athygli að undanförnu í Danmörku með baráttu sinni fyrir auknum kvenréttindum meðal fólks af innflytjendaættum og breyttri sýn á konur af innflytjendaættum sem gerendur í eigin lífi. Þær eru hluti fjögurra kvenna hóps sem komið hefur fram á umræðuviðburðum undir nafninu „Den Nydanske Kvindekamp“. Þær eru ósammála innbyrðis um hitt og þetta og sýna þannig fram á að fólk af innflytjendaættum í Danmörku er margbreytilegur hópur sem ekki talar einni röddu. En þær eru þó sammála um það að „nýdanskur femínismi“ sé almennt séð barátta fyrir því að hver kona eigi að njóta frelsis til þess að lifa lífinu eftir eigin vilja.

Geeti Amiri er 29 ára Dani af afgönskum ættum sem fluttist sem barn til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni í Danmörku á undanförnum árum og sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina „Glansbilleder“ þar sem hún fjallar um átökin í eigin lífi milli danskrar og afganskrar menningar og hefða. Hún stjórnar útvarpsþættinum Geetisk råd í danska ríkisútvarpinu þar sem umfjöllunarefnið er barátta ungs fólks af innflytjendaættum við að lifa lífinu eins og það vill, óháð hefðum og reglum sem öfl innan samfélaga innflytjenda setja sínu fólki.

Natasha Al-Hariri er 29 ára Dani af palestínskum uppruna. Hún flúði sem barn til Danmerkur frá borgarastíðinu í Líbanon ásamt fjölskyldu sinni. Hún er lögfræðimenntuð, hefur um árabil tekið virkan þátt í danskri þjóðfélagsumræðu og meðal annars starfað við blaðamennsku. Hún hefur tekið virkan þátt í baráttu fyrir breyttri og nútímalegri sýn á múslimskar konur Danmörku. Hún hefur einnig starfað með ýmsum samtökum, t.d. þeim sem berjast fyrir bættri meðferð á flóttafólki.

Umræðan fer fram á ensku. Allir eru velkomnir.

Mynd í banner er af  Geeti Amiri, Khaterah Parwani, Halime Oguz og Natasha Al-Hariri  og er fengin að láni frá Politiken.dk