Leshringur Norræna hússins


19:00

Ert þú forvitin/n um og hefur áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki alveg hvar þú ættir að byrja að lesa? 

Í sumar fer Norræna húsið af stað með leshring í einu fallegasta bókasafni Reykjavíkur.  Þáttakendur í leshringnum munu hittast tvisvar sinnum í sumar.  Sunna Dís Másdóttir bókmenntagagnrýnandi og fulltrúi Íslands í nefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, mun stýra leshringnum.

Í sumar verður áhersla á nýjar bókmenntir ungra norrænna höfunda.

Fyrsta bókin sem lesin verður er bók danska rithöfundarins Jonas Eika Efter solenÞetta umtalaða smásagnasafn hefur hlotið mikið hrós gagnrýnenda og fékk höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019 fyrir bókina.  Sögur Eika eru bæði pólitískar og ljóðrænar skrifaðar á töfrandi tungumáli.

Í ágúst lesum við svo skáldsöguna Ett system så magnifikt att det bländar eftir sænska rithöfundinn Amanda Svensson.  Fyrir þessa bók hlaut hún Per Olov Enqvist verðlaunin og bókmenntaverðlaun Svenska Dagbladets 2019.  Sagan fjallar um brotakennd fjölskyldutengsl með fókus á þríburana Sebastian, Clara og Matilda.

 

Hefur þú áhuga á að vera með og lesa nýjar og spennandi norrænar bókmenntir?  Ef svo er fer skráning fram á bibliotek@nordichouse.is

Við lesum á skandinavísku og röbbum saman á blandinavísku! Bækurnar sem lesnar verða verður hægt að nálgast á Bókasafni Norræna hússins þar sem þær verða fráteknar fyrir leshringinn.  Ef þú átt ekki bókasafnskort hjá okkur þarftu ekki að hafa áhyggjur þar sem kortið er innifalið í þáttöku.

Leshringurinn mun hreiðra um sig í bókasafninu og Norræna húsið býður upp á te og kaffi.