Morðið á Olof Palme: lausn í sjónmáli? STREYMI


17:00-18:30

Norræna félagið í Reykjavík, Norræna húsið og sænska sendiráðið í Reykjavík bjóða til umræðufundar í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins.

Vegna reglna um takmarkanir á samkomum verður ekki hægt að hleypa nema 15 áhorfendum inn á umræðufundinn. Einungis þeir sem eru á gestalistanum fá að koma inn. Sætum er úthlutað á Facebook-síðu viðburðarins HÉR

Streymt verður frá fundinum hér:

Dagskrá:

  • Vera Illugadóttir útvarpskona mun flytja erindi um Palme-morðið og morðrannsóknina.
  • Páll Valsson, annar þýðandi bókarinnar ,,Arfur Stiegs Larsson“, mun ræða þá kenningu sem sett er fram í bókinni.
  • Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi, mun ræða kynni sín af Olof Palme og áhrif hans á sænskt þjóðlíf.Í kjölfar fylgja umræður.Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í Norræna félaginu í Reykjavík.

 

(Mynd í banner AP Photo. Mynd í livestream Ruv)