KYNNING Á STYRKJAMÖGULEIKUM: NORDPLUS ÍSLAND


17:00- 19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Ertu með hugmynd? Vantar þig upplýsingar, innblástur og að heyra um reynslu og upplifun annarra af Nordplus? 

Miðvikudaginn 9. Nóvember kl.17:00 – 19:00 verður haldin kynning um þær styrkjaráætlanir sem standa til boða hjá Nordplus. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin.

Dagskrá: 
17:00 – Kynning á styrkjum 
17:30 – Opið fyrir spurningar, spjall og ráðgjöf
18:15 – Tónlist með Mikhael Lind 
18:35 – Spjall og léttar veitingar

Verið velkomin!

Nordplus er norræn menntaáætlun sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir styrki á sviði menntamála til aðila á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.