Krákan situr á steini: Komdu að syngja og dansa við norræn þjóðlög


10:30

Viltu eiga notalega stund med barninu þínu á tónlistarnámskeiði á Bókasafni Norræna hússins? Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarkennari, söngkona og fiðluleikari leiðir námskeið fyrir ung börn (frá 3ja mánaða til 6 ára) og fjölskyldur þeirra dagana 21. febrúar, 13. mars og 3. apríl kl: 10:30-11:30.

Markmið námskeiðsins er að kynna norræn þjóðlög fyrir barnafjölskyldum og vekja áhuga þeirra á söng og hreyfingu ásamt því að hvetja foreldra til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Þátttaka á námskeiðið er ókeypis en það er takmarkað pláss.

Skráningar er krafist og sendast til telma@nordichouse.is.

Aðrir viðburðir