Jamm, jamm, jamm – Listviðburður


14:00-17:00

Jamm, Namm, Sko, Oh viðburðaröðin er framlenging á myndlistarsýningunni Af stað! sem stendur yfir í Norræna húsinu frá 1. desember til 12. janúar.

Í viðburðaröðinni munu vel valdir listamenn kafa djúpt í neyslumenningu samtímans og/eða áhrif hennar á umhverfi okkar og lifnaðarhætti með verkum sínum alla aðventuna í Norræna húsinu.

Þemað í Jamm, jamm, jamm er framleiðsla og ætlar breiður hópur listamanna að fjalla um viðfangsefnið, hver með sínu sniði. Sýnt verður myndbandsverk, tónlistarmyndband og framdir verða gjörningar víða um húsið.
Aðgangur er ókeypis!

„Nú er bara að njóta dagsins.
Máltíð eftir máltíð framreidd á silfurfati í gegnum lúgu á heitasta degi ársins.
Með ofbirtu í augum en svo margt að sjá.
Má ég smakka?“

Þátttakendur

Myndbandsverk:
K.óla – Plastprinsessan
Leena Maria Saarinen – Tourist video
Bára Bjarnadóttir – Heitasti dagur ársins
Kristín Helga Ríkarðsdóttir – In it to Win it

Gjörningar:
Rebecca Scott Lord og Viddi Blöndal – Cooking Show
Birkir Mar Hjaltested – brenndur
Sólbjört Vera – Bragð

K.óla – Plastprinsessan
Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi eftir K.ólu í samstarfi við Kötu Jóhanness, Arínu Völu og Ásu Bríeti. Plastprinsessan ferðast frá sínum heim yfir í okkar plastpakkaða hversdagsleika. Myndbandið er partur af Ep-plötunni Plastprinsessan sem kemur út í janúar 2020.

Leena Maria Saarinen – Pilgrims
Í stað þess að taka myndir af frægustu áfangastöðum Evrópu hefur Leena safnað upptökum af ferðalöngum á fjölsóttum stöðum, nútíma pílagrímum sem ferðast frá einum stað til annars og taka myndir til að sýna fram á hvar þeir hafa verið. Verkið veltir upp hugmyndum um firringu ferðamannaiðnaðarins og staðsetningu listamannsins inn í henni.

Bára Bjarnadóttir – Heitasti dagur ársins
Kíkjum niður á við. Svipað og dróni eða Google Maps, nema við hummandi undirleik. Gegnum linsu, skönnun og aðra linsu á sér stað skrásetning á lautarferð á heitasta degi ársins.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir – In it to Winit
In it to Win it er einræða kallkerfis sem tekur á móti pöntunum í bílalúgu á skyndibitastað. Kallkerfið tekur vinnu sinni alvarlega og trúir því að það hafi náð fullkomnu valdi á samskiptum, sé með góða dómgreind og samúðarfullt.
Verkið vann ,,Besta tilraunakennda stuttmyndin” á Oaxa FilmFest 2017 og ,,Besta tilraunakennda kvikmyndin” á West Virginia Mountaineer Short Film Festival 2017.

Rebecca Scott Lord og Viddi Blöndal – Cooking Show
Þetta er besti þátturinn af Cooking Show. Ég man ekki alveg um hvað hann er. En þú verður að sjá hann! Í Cooking Show munum við læra að framreiða dýrindis kræsingar undir handleiðslu Rebeccu Scott Lord og undirleik Vidda Blöndal.

Birkir Mar Hjaltested – @brenndur kemur alla sunnudaga til að spjalla við gesti um hitt og þetta og veitir innsýn í áhrifamikið líf sitt. Komdu í Norræna húsið á sunnudögum og fáðu eiginhandaáritun á ljósmynd eða annan varning.

Sólbjört Vera Ómarsdóttir – Bragð
Milli 15 – 17 alla sunnudaga, býðst ykkur að koma og bragða með mér. Komiði í bragð-brunch! Hlakka til að sjá ykkur.

Sýningarstjórar: Agnes Ársælsdóttir og Anna Andrea Winther

Næstu viðburðir
15. des. Namm, namm, namm – Listviðburður
22. des. Sko, sko, sko – Listviðburður
12. jan. Oh, ho, ho – Listviðburður með Hege Tapio