Hrekkjavökuhátíð Sölku og Norræna hússins


14-16

Hrekkjavöku verður fagnað í Norræna húsinu sunnudaginn 28. október milli kl.14 og 16.

Allir eru velkomnir í búningum og fá allir krakkar bókaglaðning.

Dagskrá:

Kl.14-16 Föndurhorn þar sem hægt er að setja saman mannslíkamann og jörðina

Kl.14:30 Skrímsla og draugaratleikur

Kl.15 Upplestur úr Kormáki

Kl.15:30 Eva Rún Þorgeirsdóttir les upp úr bókunum um uppfinningastelpuna Lukku

 

Boðið verður upp á léttar veitingar

Þátttaka ókeypis!