Reykjavík Feminist Walking Tour


11:00

Frí femínísk ganga með Reykjavík Feminist Walking Tour í samstarfi við RVK Feminist Film Festival.

Í göngunni verður fjallað um konur og aðra jaðarsetta hópa á Íslandi í dag, sem og í gegnum söguna. Aðallega er fjallað um konur í göngunni en þó verður samtvinnun jaðarsettra hópa höfð að leiðarljósi. Tinna Eik Rakelardóttir sér um leiðsögn. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér: http://www.rvkfeministwalk.is/

Gangan fer fram á ensku og er (ef ekki verður snjóþungt) fyllilega aðgengileg hjólastólum, athygli er vakin á því að Tinna er með reynslu þegar kemur að því að aðstoða notendur hjólastóla ef aðstoðar verður þörf. Ef þörf er á einhverskonar annars konar aðgengi, eða ef einhverjar spurningar koma upp er hægt að leita hingað: http://www.rvkfeministwalk.is/accessibility/ eða hafa samband við Tinnu á info@rvkfeministwalk.is

Við munum hittast við tröppurnar fyrir framan Norræna Húsið.