Fiskveiðistjórnun og jöfnuður – Færeyingar segja frá -Streymi


13:00 - 17:00

Fiskveiðistjórnun og jöfnuður – Færeyingar segja frá

Þrír færeyskir ráðherrar á fundi Vinstri-grænna 10. september. Fundurinn fer fram á skandinavísku tungumáli og er opinn öllum, ókeypis. 

Streymt er frá fundinum hér:

Þrír ráðherrar færeysku landstjórnarinnar, þau Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra, Kristina Háfoss, fjármálaráðherra og Siríð Stenberg, innanríkis og velferðarráðherra, eru væntanleg til Íslands helgina 9 – 12 september í boði Vinstri-grænna.

Ráðherrarnir ætla að deila reynslu sinni úr ríkisstjórnarsamstarfi á opinni ráðstefnu í Norræna húsinu laugardaginn 10. september kl.  Hún stendur frá klukkan 13.00 – 17.00 í stóra salnum. Að loknum kynningum ráðherranna verða pallborðsumræður með þátttöku þeirra þriggja og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri-grænna. Jóhann Hauksson, fréttamaður, stýrir umræðunum.

Högni Höydal, formaður Þjóðveldisflokksins, er  sjávarútvegsráðherra. Hann fer yfir hvernig uppboðsleið aflaheimilda var útfærð í því markmiði að skila auknum arði til almennings.

Kristina Háfoss, fjármálaráðherra færeysku landsstjórnarinnar, ræðir áhrif kerfisbreytinga sem gerðar hafa verið á efnahagsstjórn eyjanna.

Sirið Stenberg innanríkis- og velferðarráðherra, segir frá breytingum á velferðarkerfinu í átt til jöfnuðar og uppbyggingu á innviðum samfélagsins til að styrkja búsetu og jöfn tækifæri í Færeyjum.

Fundurinn í Norræna húsinu er öllum opinn. Færeysku ráðherrarnir veita fjölmiðlum viðtöl um stöðuna í færeysku samfélagi.  Nánari upplýsingar veitir Björg Eva Erlendsdóttir í síma 8961222. beva@vg.is

 

Dagskrá:

13.00 Åpning av konferansen. Mikkel Harder, direktör for Nordens hus.

13.10 Katrín Jakobsdóttir, formann for VG, byder færöyske ministere velkommen.

13.15 – 13.45  Kristína Háfoss, finansminister om færöyisk ökonomi.
13.45 – 14.00  Spörsmål. (skandinavisk, engelsk, islandsk)

14.00  – 14.30  Sirið Stenberg, innenriks og velferdsminister.
14.30 – 14.45 Spörsmål. (skandinavisk, engelsk, islandsk).

14.45 – 15.15   Högni Höydal, fiskeriminster.
15.15 – 15.30 Spörsmål og svar. skandinavisk, engelsk, islandsk

Kaffepause.

15.45 – 17.00 Paneldebatt om fordeling av ressurser, fisk og velferd. Kristina Háfoss, Katrín Jakobsdóttir, Sirið Stenberg og Högni Höydal. Debattleder, Jóhann Hauksson, journalist.