False Belief


 

Kvikmyndin False Belief fjallar um ástarsögu pars af ólíkum uppruna sem lendir í kafkaískri þeytivindu bandaríska réttarkerfisins, sem afhjúpar djúpstæð kerfislæg og samfélagsleg vandamál.

Sýnishorn

False Belief er 105 mínútur á lengd og er á ensku.
Myndin verður aðgengileg á vef Norræna hússins frá 21. nóvember til 30. nóvember 2020. Sjá stafræna sýningu myndarinnar ásamt Q & A með Lene Berg. 

 

Nánari upplýsingar um myndina

Lene Berg er norskur listamaður og kvikmyndagerðarkona sem lærði kvikmyndaleikstjórn við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Verk hennar eru fjölbreytt, meðal annars innsetningar, gjörningar, kvikmyndir, ljósmyndir og textar, en hún sækir innblástur gjarnan í heimildaefni. All nokkur verka hennar hafa verið sett upp í opinberum rýmum auk þess sem hún hefur leikstýrt þremur sjálfstæðum kvikmyndum í fullri lengd: En Kvinnas Huvud (Höfuð konu), Kopfkino (Hugarskot) og Gompen: Sögur af eftirliti í Noregi á árunum 1948–89 (Gompen og andre beretninger om overvåking i Norge 1948–89). Verk hennar byggja hvorki á fyrirframgefnum hugmyndum né viðteknum gildum, þau eru beitt, fyndin og óháð normum samfélagsins. Í vinnu sinni nýtir Berg myndbandsverk, innsetningar, texta og ljósmyndir – gjarnan allt í einu. Segja má að verk Lene Berg snúist um að endurmóta viðteknar frásagnaraðferðir. Í myndbandsverkum sínum skoðar hún mörk sannleika og lygi og endurspeglar pólitísk málefni í persónulegum frásögnum sem sprottnar eru beint úr samtímamenningu okkar. Með því að flétta saman veruleika og skáldskap rannsaka myndbandsverk hennar mótsagnir og vekja upp áleitnar spurningar um hvernig við mótum frásagnir og sögulega atburði í texta.