Barnamenningarhátíð 2022
Hættuleg barnamenningarhátíð í Norræna húsinu. 5-10. apríl.
Eggjaslagur, eldur, batterí, Barnabar og tattú eru á meðal hugtaka sem verða á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur í Norræna húsinu. Viðburðirnir eru með fjölbreyttasta móti og lýsa vel nýjum áherslum hjá fræðsludeild Norræna hússins sem leitast við að ná til allra þjóðfélagshópa íslands. Baltneska samfélagið, arabíska samfélagið og að sjálfsögðu það skandinavíska kemur við sögu, og er öllu blandað saman í hættulegan kokteil. Hluti viðburðanna eru unnin í samstarfi við sviðslistahátíðina Ungi Assjte og fara fram í tónleikasal Norræna hússins helgina 9. og 10. apríl.
Hér fyrir neðan má sjá viðburði Barnamenningarhátíðar í Norræna húsinu 2022.
Smellið á hvern viðburð fyrir frekari upplýsingar og tímasetningar.