Baltnesk barnamenningarhátíð: Lettnesk þjóðlagatónlist í streymi


15:00-15:30
Aðgangur ókeypis

Baltnesk barnamenningarhátíð: Tónleikar í streymi – lettneskir þjóðsöngvar í flutningi ungra tónlistarnema

Sex nemendur tónlistarkonunnar Ekaterina Vashkevicha flytja klassísk þjóðlög frá Lettlandi. Nemendurnir eru á aldrinum 4-10 ára og eiga allir lettneska foreldra. Tónleikarnir eru frumraun nemandanna á opinberum vettvangi en áður hafa þau komið fram á heimatónleikum. Ekaterina er fædd í Moskvu, útskrifaðist frá Academic Music College of the Moscow Tchaikovsky Concervatory í Rússlandi og fékk BA gráðu frá Jāzeps Vītols Latvian Academy of Music í Lettlandi. Ekaterina stundaði nám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Listaháskóla Íslands á árunum 2019-2020 og er starfsnemi í sama skóla um þessar mundir.