Áskoranir Norður-Evrópu í varnar- og öryggismálum


09:00-11:00

Opið málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við norska sendiráðið mánudaginn 5. nóvember kl. 9:00 – 11:00 í fundarsal Norræna hússins

Helstu áskoranir sem ríki í Norður-Evrópu standa frammi fyrir í hernaðarlegu samhengi fela m.a. í sér að leita lausna við að styrkja svæðisbundna varnarsamvinnu og að auka frekara samstarf NATO og Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýrri bók sem ber titillinn Security in Northern Europe: Deterrence, Defence and Dialogue. John Andreas Olsen, ofursti og ritstjóri bókarinnar, og Per Erik Solli, varnarmálafulltrúi og ofursti í norska flughernum, fjalla um helstu niðurstöður bókarinnar.

Hilde Svartdal Lunde, sendiherra Noregs, býður gesti velkomna
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, opnar málþingið

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, og Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar, taka þátt í pallborðsumræðum með frummælendum að loknum erindum.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands