Alvar Aalto vasinn 80 ára!


10:00

Alvar Aalto vasinn 80 ára!

Til að fagna tímalausri hönnun Alvar Aalto  opnar Norræna húsið og Iittala á Íslandi sýningu á Aalto vasanum í anddyri Norræna hússins. Sýningin verður opnuð þann 11. maí n.k en á þeim degi verða liðin 40 ár eru frá því Alvar Aalto lést, 78 ára að aldri.

Taktu þátt í leik
Á meðan á sýningunni stendur geta gestir og gangandi tekið þátt í skemmtilegum leik og átt möguleika á því að vinna nýjustu útgáfu Aalto vasans frá Iittala. Nánari upplýsingar um leikinn verður að finna í anddyri Norræna hússins.

Lögunin sem hreyfist
Aalto vasinn var upprunalega hannaður árið 1936 og kom fyrst fram á heimssýningunni í París árið 1937. Þrjátíu árum síðar leit allt úr fyrir að framleiðslu á vasanum irði hætt vegna dræmrar sölu. Aalto vasinn varð þó endurvakinn eftir að Aalvar Aalto lést árið 1976 og hefur síðan þá orðið ein frægasta finnska hönnunin sem gerð hefur verið.

0000054591-1920x1280-1920x1200

Aino og Alvar Aalto