Airwaves off-venue: Nordic Piano Waves


16:00-19:00

Verið velkomin á Nordic Piano Waves í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. nóvember frá kl. 16:00- 18:30 þar sem Steinway flygill hússins verður í forgrunni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 

Kl. 16:00 – S.hel (IS) 

Sævar Helgi Jóhannsson, a.k.a. S.hel, er tónskáld og píanóleikari sem er búsettur í Reykjavík. Tónlistinn hans er best lýst sem blanda af raftónlist og neó-klassík, en sjálfur skilgreini Sævar ekki tónlist sína við einhverja tiltekna tegund tónlistar heldur sem leiðangur sjálfsuppgvötunnar. Undafarin ár hefur Sævar verið í hljómsveitum á borð við: Par-Ðar, AVóKA og Sígull, en hefur upp á síðkastið verið að einblína á sóloferil og S.hel.

https://soundcloud.com/shelmusique

Kl. 16:45 – Mikael Lind (SE)

Mikael Lind er sænskt tónskáld búsett á Íslandi. Hann er með mastersgráðu í stafrænni tónlistarsköpun og kennir raftónlist að starfi. Þar að auki hefur hann gefið út fjölda platna þar sem hann oft kannar svæðið á milli raftónlistar og klassískrar tónlistar. Um áramótin kemur út ný plata sem Mikael samdi með Hoshiko Yamane en hún er tónskáld og fiðluleikari í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Tangerine Dream.

Kl. 17:30- Gabríel Ólafs (IS)

Hinn ungi píanóleikari Gabríel Ólafs býr yfir óvenjulegum hæfileikum að segja frá sinfónískri sögu með hljóðfæraleik. Frumraun hans, Absent Minded, lýsir týndum stundum, dagdraumum, ímyndaða heima sem við sköpum á okkar rólegustu stundum.

Kl. 18:15 – Bláskjár (IS)

Bláskjár er sólóverkefni og hliðarsjálf tónlistarkonunnar Dísu Hreiðarsdóttur. Tónlist Bláskjás er blanda af neó-klassískri og elektrónískri alþýðutónlist, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur og túlka tilfinningar. Bláskjár gaf út tvær smáskífur árið 2015 og vöktu þær mikla athygli og var platan Silkirein meðal annars valin “íslenska lag ársins 2015” á tónlistarblogginu Rok Music ásamt því að komast inná lista yfir 150 bestu lög ársins hjá tónlistarblogginu Beehype.