Airwaves – fjölskylduFjör


13-15

Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þeirra verður haldið í Norræna húsinu sunnudaginn 5. nóvember frá kl. 13-15.

Aðgangur er ókeypis!

Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp á sérstakan fjölskyldudag í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina. Í tilefni af þessari hátíð verður boðið upp á lifandi tónlist fyrir alla aldurshópa ásamt kynningu á tónlistarleiknum Mussila Musical monster adventure. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi allveg frá gömlu góðu vísnalögunum upp í nýjasta íslenska rappið. Að sjálfsögðu kostar ekkert inn og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði fyrir yngstu kynslóðina með Lögunum af vísnaplötunum, Einu sinni var og Út um græna grundu í útsetningum Gunnars Þórðarsonar. Eftir pásu stígur á svið Góði Úlfurinn sem flytur tvö lög, því næst tekur Vegan klíkan við sviðinu og flytur músíkalskt rapp.

Dagskrá í Sal

13:00 Lögin af Vísnaplötunum
14:00 Góði Úlfurinn
14:30: Vegan Klíkan

40 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar út um græna grundu og af því tilefni verður tónlistin af þessum plötum flutt í útsetningum Gunnars Þórðarsonar. Tónlistarstjórn er í höndum Guðna Bragasonar og í leikstjórn Jóhanns Kristins Gunnarssonar. Flutningur er í höndum söngvaranna Kristjáns Gíslasonar og Ölmu Rutar Kristjánsdóttur.

 

Góði Úlfurinn (10 ára gamall) rappari úr Norðurmýrinni sem er að slá í gegn með sínu fyrsta lagi, Græða peninginn. Lagið hefur þegar fengið yfir 100 þúsund áhorf á YouTube og Úlfur ætlar að sjálfsögðu halda áfram að rappa og stefnir á frekari útgáfu.  Linkur á lagið    twitter síðan hans og instagram

Vegan Klíkan er músíkalskt rapp apparat fyrir unga sem aldna sem rappar um all frá veganisma, fegurð alheimsinns, andlegt líf og allt þar inná milli. Klíkan þess þekkt fyrir mjög líflegar og skemmtilegar sviðsframkomur. Tónlistin er vanalega með mjög ljúfum straumum og oft með alþjóðlegu reggae ívavi.
Klíkan er framtíðin, klíkan er samtíðin, klíkan er fortíðin og klíkan er klárlega eitthvað sem allir ættu að geta dillað sér við.
Facebook 

Fyrsti leikurinn frá Rosamosa, Mussila – Musical Monster Adventure, kom út á alþjóðavísu í júní í fyrra og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda en yfir 25 erlendar umfjallanir hafa birst um leikinn og ber þar hæst að nefna fimm stjörnu dóm í hinu virta BBC Music Magazine. Mussila – Musical Monster Adventure hefur verið notaður í tónlistarkennslu í öllum grunnskólum Garðabæjar og þremur skólum í Eistlandi þar sem nýverið fór fram rannsókn styrkt af Nord Plus Horizontal en úr henni mátti sjá mælanlegan árangur hjá nemendum sem nýttu leikinn í tónlistarkennslu.