Aðgerðir gegn skattaundanskotum: Opinn fundur með Torsten Fensby – Streymi


10:00- 12:00

Aðgerðir gegn skattaundanskotum: Opinn fundur með Torsten Fensby

Þriðjudaginn 28. júní kl. 10:00-12:00 í Norræna húsinu

Streymt verður frá viðburðinum hér:



Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Kjarninn boða til opins fundar

Aðalgestur fundarins er Torsten Fensby. Hann hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið.

Torsten Fensby ræðir við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um baráttu sína, meðal annars í ljósi nýlegra afhjúpana á Panamaskjölunum svonefndu.

Að loknu spjalli Torstens og Þórðar er boðið upp á pallborðsumræður. Þar taka þátt:

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri
Brynjar Níelsson, 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri

Fundarstjóri: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Nánari upplýsingar: www.nordichouse.is og www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Norðurlönd í fókus á Facebook: www.facebook.com/Nordurlondifokus