Að velja græna leið – stafrænn heilsdags viðburður um grænt bataferli eftir kórónuveirufaraldurinn


09:00-17.00

Eru Norðurlöndin græn og væn? Þriðjudaginn 17. nóvember mun Norræna ráðherranefndin efna til umræðna á netinu sem og á fimm sviðum í fimm norrænum höfuðborgum. Boðið verður uppá innblástur og innsýn frá nokkrum af mestu hugsuðum Norðurlandanna.

Í umræðunum verður fjallað um mismunandi sjónarhorn á hlutverk Norðurlandanna í grænu bataferli í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hvernig náum við fram réttlátum grænum umskiptum á tímum samdráttar? Er norræna velferðarlíkanið í stakk búið til þess að takast á við þessa nýju framtíð án þess að einhver verði útundan? Hver verða áhrif grænna umskipta á menntakerfið? Eru norrænu ríkin búin undir græna framtíð með breyttum vinnumarkaði sem krefst nýrrar hæfni? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra flóknu spurninga sem bornar verða fram.

Á sex umræðufundum verður skorað á stjórnmálafólk, samtök, fulltrúa einkageirans og opinbera geirans og frumkvöðla frá Norðurlöndunum að draga fram bæði styrkleika og veikleika norræna líkansins. Hvað höfum við að bjóða og hverjir eru veikleikar okkar?

Viðburðurinn er haldinn í ljósi þess að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, var frestað fram á næsta ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Norrænt samstarf leggur því sitt á vogarskálarnar til að fresta ekki þeim brýnu verkefnum sem loftslagsmál fela í sér í átt að grænni og sjálfbærari framtíð fyrir alla.

Dagskránni er skipt í þrjú þemu sem snúa að loftslagsmálum, atvinnulífinu og velferð fólks:

  • 9-11: Græn Norðurlönd – hversu langt höfum við náð?
  • 12-14: Græn umskipti – afleiðingar fyrir störf og hæfni á Norðurlöndum
  • 15-17: Hugrakkur sjálfbær heimur – norræna líkanið undir þrýstingi?

Viðburðurinn er á ensku og verður streymt frá honum á facebook-síðu Norræna hússins og á vefnum norden.org.

Sjá dagskrána í heild sinni og lista yfir þátttakendur á vefsíðunni: www.norden.org/en/choosing-green

Hlekkur á viðburðinn á facebook:
https://fb.me/e/2QKHGpFGx