A Band on Stage – Pikknikk tónleikar


15:00

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 16. júní – 11. ágúst 2019. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

A Band On Stage var stofnuð árið 2006. Bandið leikur róleg og dramatísk lög eftir Leonard Cohen, Tom Waits, Nick Cave, Cornelis Vreeswijk o.fl. Söngkona sveitarinnar Sara Blandon var valin Bjartasta vonin í djassflokki í Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Hljómsveitin hefur verið dugleg í að koma fram á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík og nágrenni undanfarið. 

Veitingarsala á Aalto Bistro

6/6 Kristian Anttila (SE)
23/6 A Band on Stage
30/6 Pálsson Hirv Dúettinn
7/7 Myrra Rós
14/7 Árni Vil
21/7 Omotrack
28/7 Bagdad Brothers
4/8 Mill (IS/SE)
11/8 Elín Harpa

Skoða fleiri viðburði