50 ára afmæli Bókasafns Norræna hússins


10:00-17:00

Árið 1969, ári eftir opnun Norræna hússins, var bókasafnið í húsinu formlega opnað. Bókasafnið hefur fylgt þróun samfélagsins og aðstaða safnsins hefur stækkað og aukist í gegnum árin. Með því að bæta aðstöðuna fyrir barnabókasafnið og Artótekið hafa vinnubrögðin breyst á undanförnum árum. Í dag starfa fjórir bókasafns- og upplýsingafræðingar og tveir bókaverðir á safninu. Markmið bókasafnsins er að kynna norrænu tungumálin og norrænar bókmenntir.

Verið hjartanlega velkomin í 50 ára afmæli Bókasafns Norræna hússins sunnudaginn 11. ágúst.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!

Boðið verður upp á kaffi, djús og köku frá kl. 12:00 og sýningu um 50 ára sögu bókasafnsins. Í tilefni afmælisins fá allir gestir frítt árskort á bókasafninu og geta því fengið lánaðar bækur, bíómyndir, sjónvarpsseríur, listaverk, hljóðbækur og tímarit.

Ef veður leyfir verða tveir hoppukastalar fyrir framan húsið. Í tilefni af afmælinu verður aðstaða fyrir börnin til að teikna myndir. Sérstök myndlistarsýning með verkum barnanna verður sett upp á barnabókasafninu og sýningin verður opin fram að Vestnorræna deginum, þann 23. september.

Dagskrá

12:00-13:00 Sögustund í salnum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
13:00-15:00 Andlitsmálning
14:00-15:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
15:00-16:00 Tónleikar með Elínu Hörpu í gróðurhúsinu
16:00-17:00 Töfrasýning með Jóni Víðis

 

Elín Harpa – Pikknikk tónleikar

Elín Harpa er íslensk tónlistarkona sem gaf nýverið út sitt fyrsta lag Rún og hennar fyrsta EP plata er væntanleg seinna á þessu ári. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín starfað lengi í tónlist en hún hóf sinn tónlistarferil eftir þátttöku í The Voice Iceland. Undanfarin ár hefur Elín Harpa starfað með íslensku hljómsveitinni Bang Gang og túrað með þeim um Asíu. Tónlistina má flokka sem rafpopp en þar blandast tilraunakenndur hljóðheimur saman við grípandi laglínur.

 

Töframaðurinn Jón Víðis

Jón Víðis Jakobsson hefur unnið sem töframaður um langt skeið. Verið velkomin á töfrasýningu í salnum kl. 14:00 eða 16:00.

 

Andlitsmálun Ingunnar Þorkelsdóttir

Milli kl. 13:00 og 15:00 mun Ingunn Þorkelsdóttir bjóða upp á andlitsmálningu. Ingunn notar einungis  vörur frá viðurkenndum vörumerkjum, meðal annars Snazaroo, Grimas, Paradise og Wolf Brothers.

 

Sögustund

Klukkan 12:00 lesum við bókina “Nei! sagði litla skrímslið”. Bækurnar um skrímslin eru skapaðar í samstarfi þriggja norrænna höfunda: Áslaugar Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Upplesturinn verður á íslensku og einnig á dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánari upplýsingar um bókasafn Norræna hússin