Christopher Vasey; Að uppgötva okkur sjálf


20:00

Christopher Vasey heldur fyrirlesturinn Að uppgötva okkur sjálf frá heila til anda Samkvæmt Gralsboðskapnum.

Norræna húsið 27 apríl kl 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Maðurinn hefur alla tíð reynt að skilja hver hann er með því að spyrja sjálfan sig spurninganna: Hver er ég? Hver er þessi vera sem mér finnst ég vera? Hvers vegna er ég öðruvísi en allir aðrir? …

Í erindinu er sýnt fram á að öfugt við það sem ætla mætti þá ganga þær fjölmörgu vísindalegu uppgötvanir um heilann sem fram eru komnar ekki gegn þeirri mörgþúsund ára hugmynd að hið sanna sjálf mannsins sé óefniskenndur andi. Heilinn er því einungis tæki sem andinn hefur til afnota.

Hvað er andinn? Hvaðan kemur hann? Hvernig greina hæfileikar hans til innsæis sig frá andlegum hæfileikum heilans?

Í andlega ritverkinu Í ljósi sannleikans, Gralsboðskapurinn, er að finna þekkingu sem grundvallast á náttúrulögmálunum og veitir sannfærandi svör við öllum þessum spurningum sem og öllum mikilvægum spurningum lífsins.

Skipuleggjendur: GRAL-NORDEN
www.gralsbodskapur.org
vasey-leuze@gral-norden.net
Sími: 842 2552