Norræna hús rásin
VETRARVERK
Í desember árið 2020 gaf Norræna húsið út VETRARVERK – aðventudagatal með bókmenntum. Þekktir norrænir rithöfundar lásu þar úr verkum sínum valda texta sem fjalla um veturinn á einn eða annan hátt. Hvernig er veturinn? Er hann slæmur eða færir hann okkur gleði? Snertir hann við einhverju?
Rithöfundarnir sem lesa úr verkum sínum eru Einar Már Guðmundsson (IS), Tomas Espedal (NO), Rosa Liksom (FI), Suzanne Brøgger (DK) og Sami Said (SE). Allir rithöfundarnir eru handhafar eða hafa verið tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.