Tómas R. Einarsson TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS


21:00

Miðasala

 

Kontrabassaleikarinn og tónskáldið Tómas R. Einarsson hefur verið fastur liður í sumardagskrá Norræna hússins síðastliðin tvö sumur og hefur hann fjórum sinnum spilað fyrir fullum sal. Í fyrra kom hann fram með Eyþóri Gunnarssyni á píanó og saman sköpuðu þeir heillandi og notalega stemningu. Þetta skiptið er boðið upp á ryþmíska tónlist með samba ívafi og eru þeir Óskar og Ómar Guðjónssynir á saxófón og gítar ásamt Sigtryggi Baldurssyni á kóngatrommur. Á efnisskránni þetta sinn eru og eldri lög eftir Tómas sjálfan. 

Spotify

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við  fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp.

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Panta borð

Viðburðadagatal Norræna hússins