Hva vil folk si – Nordisk Film Fokus


15:00

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus verða að þessu sinni haldnir í samstarfi við nýju hátíðina Reykjavík Feminist Film Festival dagana 16.-19. janúar. Dagskráin í Norræna húsinu setur fókusinn á norræna kvenleikstjóra og sjálfsmynd sem viðfangsefni. Sýndar verða nýlegar, norrænar kvikmyndir og boðið upp á umræður við leikstjóra myndanna og aðra fulltrúa þeirra.

Nordisk Film Fokus er árlegt samstarfsverkefni Norræna hússins og sendiráða Norðurlandanna á Íslandi.

Nordisk Film Fokus kynnir norsku myndina Hva vil folk si/What Will People Say. Myndin er á norsku með enskum texta (106 mín.) Leikstjóri myndarinnar er Iram Haq.

Ókeypis er á sýninguna en tryggið ykkur miða hér á tix.is til að vera örugg með sæti.

Um myndina
Sextán ára Nisha lifir tvöföldu lífi. Þegar hún er með vinum sínum er hún venjulegur norskur unglingur. Heima hjá fjölskyldu sinni er hún hin fullkomna pakistanska dóttir. Þegar faðir hennar kemur að henni með kærastanum rekast tveir heimar á og tilvera Nishu hrinur. Foreldrarnir senda hana til Pakistan til að búa með stórfjölskyldunni í litlum bæ. Þar verður Nisha að aðlagast ströngum siðum sem hamla frelsinu sem hún áður naut.

Sýnishorn

  

Dagskrá Nordisk Film Fokus
Dagskrá Reykjavík Feminist Film Festival