Viðbrögð Norðurlandanna við breytingum í alþjóðakerfinu


12-13

Föstudaginn 2. nóvember kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins.
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Norðurlönd í fókus.

Viðbrögð Norðurlandanna við breytingum í alþjóðakerfinu

Norðurlöndin standa frammi fyrir nýjum og krefjandi áskorunum í alþjóðakerfinu. Hvernig geta þau haft áhrif á alþjóðavettvangi, hvernig er tengsl þeirra við stórveldin og alþjóðastofnanir, og hversu mikilvæg er norræn samvinna í dag? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem velt er upp í nýrri samanburðarrannsókn á þróun utanríkisstefnu Norðurlandanna fimm. Norska alþjóðamálastofnunin, NUPI, leiddi rannsóknina en alþjóðamálastofnanir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í verkefninu.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í tímaritinu Internasjonal Politikk á næstu dögum, en á þessum opna fundi verða niðurstöður Íslands, Noregs og Finnlands kynntar sérstaklega.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

Rich, Reliable, Strategically Located: Exploring Norway’s International Power Repertoire

Kristin Haugevik, rannsakandi við norsku alþjóðamálastofnunina, NUPI

Finnish Foreign Policy in the Backwash of Global Turmoil

Katja Creutz, rannsakandi við finnsku alþjóðamálastofnunina, FIIA

Iceland: A Small State Finding its Niche

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og Auður Birna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

 

Fundarstjóri: Charly Salonius-Pasternak, rannsakandi við finnsku alþjóðamálastofnunina, FIIA