Uppskeruhátíð barnanna – Sáum, sjáum og smökkum


12-17

Hefur þú séð og smakkað gúrku sem lítur meira út eins og kúrbítur?

Vissir þú að bragðið af ilmexi minnir á lakkrís?

Fyrir utan Norræna húsið er uppskerutími verkefnisins Sáum, sjáum og smökkum. Börn eru hvött til að koma og sjá og smakka uppskeru þeirra fræja sem sáð var snemmsumars. Börn sem tóku þátt í verkefninu munu segja frá og gefa smakk af uppskerunni ásamt Ömmu náttúru, garðyrkjufræðingi sem leiðbeindi við ræktunina.
Starfsfólk Grasagarðs Reykjavíkur býður upp á lífveruleit í Vatnsmýrinni kl. 14-15.

Bambahús er litla gróðurhúsið fyrir framan Norræna húsið og hönnuðir þess verða á staðnum kl. 14-16 til að ræða við gesti.
Ef veður verður vott er hægt að leita skjóls í gróðurhúsinu og inni í Norræna húsinu. Á barnabókasafni Norræna hússins verður á sama tíma hægt að fara í ratleik og leita að Herra Níels í tengslum við sýningu til heiðurs Línu Langsokk 75 ára. Meðal útdráttarverðlauna er tómatplanta og bók um Línu langsokk.
Uppskerudagar Sáum, sjáum og smökkum
Fyrir utan Norræna húsið má sjá uppskeruna í gróðurkössum og gróðurhúsum. Inni á kaffihúsinu MATRverður hægt að njóta góðra veitinga úr uppskerunni, m.a. uppskerusúpu í bolla og brauð með á 990 kr.

Sjáumst í og við Norræna húsið!

Uppskeran við Norræna húsið er að mestu ávöxtur fræja sem koma frá NordGen, samnorrænum genabanka sem varðveitir fræ yfir 33 þúsund tegundna plantna sem þrífast vel á Norðurlöndum. Með varðveislu fræjanna og notkun þeirra er verið að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni og um leið stuðla að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.
Hér getur þú lesið þér meira til um verkefnið Sáum, sjáum og smökkum