Verkstæði Umhverfishetjunnar – Vilt þú vera umhverfishetja?


11:00-14:00

Öll getum við verið umhverfishetjur og því hefur Norræna húsið, Umhverfishetjan og Landvernd umhverfisverndarsamtök slegið höndum saman í ofur- skemmtilegt verkstæði.
Verkstæðið hentar börnum á aldrinum 5-12 ára. Þátttaka er ókeypis. Pláss er fyrir 50 börn ásamt foreldrum og skráning fer fram á tix.is. Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Jörðin er dásamlegur staður að búa á en hún er í bráðri þörf fyrir hjálp frá ungum ofurhetjum. Umhverfishetjan hefur unnið hörðum höndum undanfarið og leitar nú að aðstoðarfólki og öðrum ofurhetjum til að leggja sér lið.

Á verkstæðinu fá börn tækifæri til að fræðast um hin ýmsu málefni og leiðir sem þau geta nýtt sér til að hlúa betur að jörðinni. Eftir stutta fræðslu velja þau sér ofurkrafta sem þau vilja búa yfir og hanna út frá því búning.
Allir fá úthlutaðar skikkjur og grímur úr efnisbútum sem annars höfðu lengt á haugunum sem þau geta skreytt í samvinnu við foreldra sína og aðstoðarfólk á staðnum.

Aukin vitundarvakning meðal barna og þátttaka þeirra í umhverfisvernd er mikilvægt skref í átt að betri jörð. Greta Thunberg hefur komið á stað bylgju ungs fólks sem lætur málefni umhverfisins sig varða og minna ráðafólk á þessa brýnu betrun með aðgerðum eins og Loftslagsverkfalli. Það er því mikilvægt að börnin upplifi styrk í því að vernda náttúruna og búi sér til von um bjartari framtíð.

 

Hér má lesa viðtal við Umhverfishetjuna í Fréttablaðinu um daginn