Því lýkur ekki fyrr en við byrjum að tala saman


20:00

Því lýkur ekki fyrr en við byrjum að tala saman

Félagið Ísland-Palestína verður 30 ára á alþjóðlegum samstöðudegi með réttindabaráttu Palestínumanna þann 29. nóvember. Af því tilefni eru staddir hér á landi tveir heiðursgestir frá Ísrael og Palestínu – sem halda munu erindi í Norræna húsinu fimmtudaginn 30. nóvember klukkan 20:00.

„Með því að deila sögum okkar, með því að kynnast orðræðu hvers annars og gangast við henni, með skoðanaskiptum á samfélagsmiðlum og fleira, erum við að reyna að breyta hugarfari fólks og sýna því fram á þörfina á sáttum og að sættir séu mögulegar. Ef við, Palestínumenn og Ísraelar sem höfum misst ástvini okkar, getum sest saman og ræðst við, þá geta það allir.“

Wajih Tmeizi og Nir Oren frá friðarsamtökunum The Parents Circle – Families Forum halda erindi á opnum fundi í Norræna húsinu. Opið verður fyrir spurningar og svör að erindi loknu. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Viðburðinum verður jafnframt streymt beint.

THE PARENTS CIRCLE – FAMILIES FORUM
The Parents Circle-Families Forum (PCFF) eru grasrótarsamtök palestínskra og ísraelskra fjölskyldna sem misst hafa ástvini í átökum þjóðanna. PCFF tala fyrir samræðum milli Ísraela og Palestínumanna, friði, réttlæti og endalokum hernámsins.

WAJIH TMEIZI – FRÁ PALESTÍNU
Wajih Tmeizi er fæddur í Idna í Palestínu. Hann stundar viðskipti með landbúnaðarvörur og er fimm barna faðir. Árið 1995 skutu ísraelskir hermenn 13 ára bróður Wajihs til bana í heimabæ hans. Sorgin knúði svo aftur á dyr árið 2001 þegar landtökumenn skutu þrjá frændur hans til bana.
Nokkrum árum síðar gerðist Wajih virkur meðlimur í samtökunum The Parents Circle Families- Forum og slóst þar í hóp sex hundruð ísraelskra og palestínskra fjölskyldna sem hafa misst nána fjölskyldumeðlimi og vinna saman að sáttum og réttlátri lausn á átökunum. Wajih er í stjórn samtakanna og var í meira en þrjú ár varaformaður.
Wajih telur að sameiginleg friðarbarátta Ísraela og Palestínumanna liggi til grundvallar réttlátrar lausnar á deilu þjóðanna og endalokum hernámsins.
Síðustu tvö ár hefur hann, auk sjálfboðaliðastarfs og fyrirlestra um starfsemi PCFF, átt hvað stærstan þátt í að sett var á fót sameiginleg stjórn Palestínumanna og Ísraela fyrir PCFF, svo að fullt samstarf yrði á öllum stigum á jafningjagrundvelli. Wajih er í dag stjórnarformaður samtakanna.

NIR OREN – FRÁ ÍSRAEL
Nir Oren fæddist 1960 í Tel Aviv. Hann er félagsráðgjafi og leiðir hópastarf og meðferð fyrir fíkla.
Rétt eins og flestir Ísraelar sætti Nir sig við þá vitneskju að palestínskir nágrannar hans sættu hernámi af hálfu Ísraels. Hann þekkti þá, sem hann kallar „hina hliðina“, aðeins sem óvini, og sú mynd styrktist af þeim samskiptum sem hann átti við Palestínumenn á meðan hann gegndi herþjónustu.
Árið 1995 voru skilin milli einkalífs Nirs og átaka þjóðanna varanlega rofin. Móðir hans, Zahava (Golda), var drepinn þegar Palestínskur sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í strætisvagni sem hún var í. Í hönd fór nærri áratugur af örvæntingu og sorg.
Árið 2003 kynntist Nir The Parents Circle – Families Forum – tengslaneti Palestínumanna og Ísraela sem allir hafa misst átvini í átökunum og vinna saman að friði og sáttum. Við þessi kynni vaknaði aftur með honum vonin sem hann hélt að hann hefði glatað að eilífu.

Nir trúir því staðfastlega að það sé engin leið önnur en sættir til að binda endi á þjáningarnar sem herja á svæðið. Hann gengst fúslega við þeim gríðarlegu áskorunum sem felast í friðarstarfi, sér í lagi í ljósi harðneskjunnar sem einkennir daglegt líf á svæðinu, en hann kvikar hvergi í hugsjón sinni um frið. Í sex ár hefur Nir verið meðstjórnandi í PCFF ásamt palestínskum félaga sínum, og haft umsjón með sáttaviðræðum og verkefnum fyrir 600 fjölskyldur sem misst hafa ástvini sína sem setja sig áfram í samband við þúsundir einstaklinga á hverju ári.

ALLIR VELKOMNIR!

http://www.theparentscircle.com/
http://parentscirclefriends.org/