KYNSLÓÐABILIÐ: Friður á nýjum tímum


16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

KYNSLÓÐABILIÐ

Hvað er friður? Er það eitthvað sem við verðum að viðhalda með virkum hætti og þá hvernig?

Þar til árið 2022 héldu mörg okkar, sem ólumst upp eftir tíma Kalda stríðsins , að vopnuð átök í Evrópu væri eitthvað sem heyrði fortíðinni til – eitthvað sem við lásum aðeins um í sögubókum. Þá gerðist hið óhugsandi; Rússar hófu tilefnislausa innrás inn í Úkraínu sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið.

Ungt fólk á Norðurlöndum er að máta sig við nýjan veruleika, nýja heimsmynd, í kjölfar hamfara stríðsins í Úkraínu. Getum við lært eitthvað um frið og friðarferli af eldri kynslóðinni sem upplifði kalda stríðið og ólust upp við stöðuga yfirvofandi ógn af kjarnorkuátökum?

Vertu með Ungmennaráði Norrænu ráðherranefndarinnar í umræðum milli kynslóða um frið laugardaginn 11. mars kl. 16:00 í Norræna húsinu. Öll velkominn!

Þátttakendur

UVG – Ung vinstri græn
Jósúa Gabríel Davíðsson

SUS – Ungir sjálfstæðismenn
Steinar Ingi Kolbeins

SUF – Samband ungra Framsóknarmanna
Berglind Sunna Bragadóttir

UJ – Ungt jafnaðarfólk
Gunnar Örn Stephensen

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty
Askur Hrafn Hannesson