The Falcon Bride – Njal’s Saga retold


16:00

Miðar bókast hér

Katy Cawkwell túlkar sögu Hallgerðar og Gunnars úr Njálu í klassískum Nordic Noir stíl með áhrifamiklum hætti. Frásögnin er full af átökum, harmleik, erótík, valdapólitík og auðvitað mikilvægi saltfisksins…

Verkið er 1,5 klst með pásu og fer fram á ensku.

Katy hefur einstakan frásagnarstíl og er fádæma góður sögumaður.  Hún hefur miðlað sögum í 20 ár og er þekkt fyrir að flytja sannfærandi afhjúpanir á epískum viðburðum úr mannkynssögunni.  Á íslandi flytur hún brot úr Njálu n.t. frásögu af sambandi Hallgerðar og Gunnars.

„Það er banvænt að vanmeta styrk Hallgerðar. Eftir tvö misheppnuð hjónabönd kynnist hún Gunnari. Er Gunnar nægilega mikið karlmenni fyrir hana?

Hallgerður langbrók er ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna. Hún er glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn. Hallgerður er  voldug og virðuleg húsmóðir á Hlíðarenda en stendur stöðugt í einhverjum deilum. Merkastar eru deilur hennar við Bergþóru, konu Njáls sem verða mjög blóðugar. Saga Hallgerðar er mun lengri en saga Gunnars á Hlíðarenda því þegar þau kynnast hefur Hallgerður þegar verið gift tvisvar. Bæði hjónaböndin enduðu illa og marga grunar að Hallgerður hafi átt þátt í dauða að minnsta kosti annars eiginmannanna. Hallgerður lifir líka lengi eftir fall Gunnars og flækist inn í fleiri deilur og átök.

Beautifully told, all the subtle shadings of character, fate and landscape, immersing us in a fully realised world.”

I was completely swept away… my first storytelling experience and I was captivated!

www.katycawkwell.co.uk