Stuttmyndir fyrir börn 10+ – Riff


15:00

Stuttmyndir fyrir börn 10+

1 Oktober

15:00

Verð:700 kr

Íslensk talsetning

 

 Litla dúkka
Kate Dolan DEU 2016 / 14 min
Alex býður Elenore í náttfatapartí. Vinkonur Alex eru ekki glaðar þegar Elenore mætir. Það er sérstakt samband á milli þeirra. Hvernig bregst Alex við þegar hinar stelpurnar taka eftir því?

 

Giovanni og vatnsballettinn
Astrid Bussink USA 2015 / 18 min
Hinn 10 ára gamli Giovanni á sér draum um að verða fyrsti strákurinn til að taka þátt í meistaramóti í samhæfðu sundi. En það er ekki auðvelt þegar þú er örlítið of þungur og þarft að fylgjast með kærustunni þinni.

 

Maraþon dagbókin
Hanne Berkaak NOR 2015 / 8 min
Alltaf Síðust fer í ævintýralegt maraþon um leyndardómsfullt landslag Lapppands. En hlaupið er ekki bein leið frá upphafi til enda. Furðulegar uppákomur, ófyrirséðar freistingar og hnyttnar fjarstæður leiða hana út af brautinni.

 

Uppi á þaki
Damià Serra Cauchetiez DEU 2015 / 11 min
Fimm strákar klifra daglega upp á húsþak og stara yfir til næsta húss. Eins og klukka, birtist kona, klæðir sig úr fötunum og fer nakin í sólbað. En dag einn breytist eitthvað. Nakin karlmaður leitar skjóls frá hitanum og einn strákanna slítur ekki augun af honum.

 

Bekkjafélagar: Kærustupar
Ulla Soe DNK 2014 / 19 min
Þegar maður er í fimmta bekk er enn frekar vandræðalegt að vera kærustupar. En Mie og Magnus ákveða að vera opin með það því hinri munu hvort sem er fatta það. Þegar þau hætta saman verður erfitt að tala saman. Ætli það verði auðveldara í sjötta bekk.

 

Börnin í ánni
Javier Macipe PRT 2014 / 14 min
Í portúgölsku borginni Oporto sanna krakkarnir hugrekki sitt með því að hoppa í ánna frá hárri brú sem skiptir borginni í tvennt. Leo hefur aldrei stokkið, en hann er þreyttur á að hinir haldi að hann sé skræfa.

 

logo_riff_2016-02