State of the Nordic Region 2018


14:00-15:15

State of the Nordic Region 2018

Þann 8. febrúar kom út skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar State of the Nordic Region, sem unnin er af Nordregio í Stokkhólmi. Í tilefni af útgáfunni munu Norðurlöndin í Fókus standa fyrir fundi og umræðum um stöðu Íslands eins og hún birtist í skýrslunni í Norræna húsinu kl. 14:00 – 15:15 á degi Norðurlandanna þann 23. mars.

 

Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region, eru lykiltölur frá norrænu löndunum greindar og bornar saman þvert á landamæri og svæði. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10% á árabilinu 2007 til 2017 sem er yfir meðaltali á Norðurlöndum. Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. 

Hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot jafnvel Norðmanna og atvinnustig er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. Það segir þó ekki alla söguna því að brottfall úr skóla er jafnframt mest á Íslandi og menntunarstig lægst.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála opnar fundinn. Einnig mun koma til Íslands sérfræðingur frá Nordregio, Ágúst Bogason, til að fræða okkur enn fremur um innihald skýrslunnar og niðurstöður hennar og hvernig er hægt að nota skýrsluna til gagns.

„State of the Nordic Region er samantekt þekkingar og upplýsinga sem stuðlar að heildarsýn á þróunina á Norðurlöndum og er hjálpartól norrænna valdhafa þegar þeir móta nýjar stefnur. Í skýrslunni er vakin athygli bæði á framförum og áskorunum á mikilvægum samfélagssviðum og þeim gerð skil. Þetta er norrænt samstarf þegar það er sem allra best“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Nordregiorannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðaþróun og skipulagannast samantekt skýrslunnar State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár. 

Fundarstjóri: Þórunn Elísabet Bogadóttir

Umræðupanell:

Geir Oddsson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu og einn af höfundum skýrslunnar

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar

Ágúst Bogason, sérfræðingur hjá Nordregio

Fundurinn fer fram á íslensku

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn og Norræna félagið verður með dagskrá frá kl. 16.