Sögustund á sunnudögum – danska | Lana Hansen


14:00
Barnabókasafn

Öll fjölskyldan er velkomin á danska Sögustund á sunnudegi sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins.

Grænlenski rithöfundurinn Lana Hansen les úr bók sinni Sila. Sila er gamalt grænlenskt orð sem þýðir bæði veður og orsök. Orðið Sila nær því bæði yfir umhverfisvernd og vitund dagsins í dag en varð til áður en loftslagsbreytingar á Grænlandi og Norðurskautinu urðu að áhyggjuefni.

Lana Hansan endursegir og aðlagar grænlenska þjóðsögu sem kallast Móðir hafsins í bókinni Silu. Í sögunni segir að Móðir hafsins hafi viljað refsa mannfólki fyrir græðgi sína og kallar öll sjávardýrin saman á hafsbotn og flækir þau í hári sínu, sem veldur því að mennirnir svelta.

Myndhöfundur er Georg Olsen og teikningarnar eru hvortveggja í senn grafískar og ýktar en einnig náttúrufræðilegar svo að það sé auðveldara fyrir börn sem eru í ferlinu að læra að lesa að lesa bókina sjálf.

Lana Hansen left, Georg Olsen right
Lana Hansen (v), Georg Olsen (h)

Lana Hansen er fædd í Qaqortoq á suður Grænlandi árið 1970. Hún hefur áður gefið út unglingabókina Ornigisaq sem innihélt ljóðu og smásögur. Hún starfar einnig að ýmsum menningarverkefnum sem snúa að umhverfis og loftslagsbreytingum á Grænlandi og víðar.