Skugginn eftir H. C. Andersen – Fjölskyldusýning


13:00/15:00

Miðasala

Nýstárleg túlkun á sígildu ævintýri H.C. Andersen frá 1847

Sýningarhópurinn Ensemble Contemporánea, eða Live Electronics Denmark flytur endurtúlkun á sígildu ævintýri H.C. Andersen um skuggann sem tekur yfir líf herra síns. Með því beinist athyglin að sjálfinu í nútíma heimi samfélagsmiðla og veraldarvefs. Verkið er einleikur sem hverfist um aðalpersónu sögunnar, skugga hans og prinsessu, sem með ómum klarínettu og bassaklarínettu verða umvafin rafmiðlum. Sýningin er sérstaklega framleidd fyrir börn á gunnskólaaldri hefur verið sýnd víða um heim við góðar undirtektir.


Tvær sýningar í boði laugardaginn 15. september: kl. 13 og kl. 15.

Aðgangur er 500 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is.

Sýningin hentar börnum á aldrinum 9-14 ára í fylgd með fullorðnum.
Þýðandi og þulur er Hugi Guðmundsson. 

 

Contemporánea kynnir H. C. Andersen Skugginn

Flytjandi og klarinettur: Fritz Gerhard Berthelsen
Tónlist og rafhljóð: Ejnar Kanding
Endursögn og myndvinnsla: Niels Mikkelsen
Leikstjórn og sviðsmynd: Mia Theil Have
Þýðandi og þulur: Hugi Guðmundsson (stuðst að hluta við íslenska þýðingu Steingríms Thorsteinssonar)

Contemporànea, Live Electronics Denmark: www.contemporanea.dk

Myndskeið: http://contemporanea.dk/the-shadow/

Skólasýningar fara að stað í samstarfi við List fyrir Alla.

            

Aðrir viðburðir