Skólasýningar – Nordic Film Festival


Í tilefni af Nordic Film Festival býður Norræna húsið upp á sérstakar skólasýningar fyrir nemendur og kennara. Allar myndirnar eru með enskum texta. Pláss er fyrir 80 nemendur í salnum.

Kennurum stendur til boða að nota nota salinn í 30 mín eftir sýningu myndarinnar fyrir umræður.

Skráninginfo@nordichouse.is (takmarkað pláss).

Hægt er að velja um þrjár myndir

1. Skólasýning 26.2. kl.10:00-11:30 (Ætluð 13 ára+).

 Miranda – The Making of a Politician
(SE – 2016)
59 mín – Heimildarmynd
Leikstjóri: Mats Ågren
Hin 14 ára gamla Miranda er á góðri leið til að verða ung pólitísk stjarna í hægri-populistaflokk „sænskra demókrata“. Flokkurinn er nýr og leiðin upp á topp er greið – að minnsta kosti eins lengi og hún fylgir forystu flokksins. Eftir að Miranda dirfist spyrja spurninga og efast,  mætir hún miskunnarlausu einelti og árásum frá flokksmönnum sem svífast einskis. Miranda er alin upp af móður sem er full af kynþáttahatri og breskum föður.  Bróðir hennar best við krabbamein. En það er einmitt slæm reynsla bróður hennar af sænska heilbrigðiskerfinu sem kveikir eld innra með henni og gefur henni kraft til að sýna seiglu.

2. Skólasýning 27.2. kl.10:00-11:30 (Ætluð 13 ára+).

The Wait 
(DK – 2016)
Leikstjóri: Emil Langballe
58 mín – Heimildarmynd
Rokhsar Sediqi er fjórtán ára stúlka sem er á flótta frá Afganistan til Danmerkur ásamt föður sínum, móður og fimm systkinum en hefur beðið í fjögur ár eftir dvalarleyfi. Danska útlendingaeftirlitið efast um að fjölskyldan yrði ofsótt ef hún sneri heim til Afganistan sem þýðir að þeim hefur verið neitað um hæli mörgum sinnum. Rokhsar er sú eina í fjölskyldunni sem talar reiprennandi dönsku svo það lendir á henni að kljást við útlendingastofnun, lögfræðinga og ýmis góðgerðarsamtök.  Álagið sem þessu fylgir er gríðarlegt og hefur mikil áhrif á hana.

3. Skólasýning 28.2 kl.20:00 (Framhaldsskóli/Háskóli).

Ingmar Bergman Through the Choreographer’s Eye
(SE – 2016)
51 mín + 39 mín – Heimildarmynd
Leikstjóri: Fredrik Stattin
Sem leikstjóri var Bergman einna líkastur danshöfundi. Í verkum hans er greinilegt fágað dansmál –fagrar hreyfingar höfuðs eða handar, jafnvel með depli auga. Ósýnileg hönd Bergman er stöðugt að stýra leikaranum í vangadansi um rýmið.
Í þessari heimildarmynd túlka fjórir sænskir danshöfundar Ingmar Bergman með fjórum ólíkum dansverkum. Dansverkin eru tengd með myndum af nátturfegurð Fårö og Hammars ásamt hugleiðingum meistarans sjálfs um hreyfingu og tónlist.

Skráninginfo@nordichouse.is (takmarkað pláss).