SKAM- maraþon


SKAM- maraþon verður haldið helgina 1. og 2. apríl þar sem allar seríurnar verða sýndar á stórum skjá.  Það verður „koslig stemming og ókeypis aðgangur fyrir alla!

Þetta er maraþon sem enginn aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara og kjörið tækifæri fyrir þá sem enn eiga eftir að sjá þættina.

Taktu með þér vini þína eða notaðu tækifærið til að kynnast nýjum SKAM aðdáendum. Þættirnir verða sýndir á norsku með íslenskum texta.  

SKAM festivalið er skipulagt í samstarfi við Norska Sendiráðið í Reykjavík.  

SKAM-maraþon

Nú er tækifæri til að sjá SKAM á stórum skjá.

Laugardaginn 1. apríl:  kl. 11:00-22:00 sýnum við seríu 1 og 2.

Sunnudaginn 2. apríl: kl. 12:00-17:00 sýnum við seríu 3.

(Gestum verður velkomið að koma og fara að vild enda verður þáttaröðin sýnd án pásu).

Staður: Salur Norræna hússins

Tungumál: Norska með íslenskum texta.

Verslunin Krumma lánar okkur hengirúm 

 

Fjögurra daga SKAM Festival verður haldið í Norræna Húsinu 30. mars – 2. apríl og det blir dritgøy, ass

Hátíðin hefst fimmtudaginn 30. mars með viðburði fyrir unga aðdáendur þáttarins sem ber heitið ÉG ELSKA SKAM! Viðburðurinn er skipulagður af Kosegruppa og inniheldur standlaust fjör frá kl. 19.-21.30.  Á föstudeginum 31. mars verður stemningin önnur með pallborðsumræðum, SKAM Quiz og Happy hour fyrir eldri áhorfendahóp SKAM, enda þátturinn þekktur fyrir að eiga aðdáendur á öllum aldri.  Helgina 1.-2. apríl býður Norræna húsið upp á SKAM-maraþon á stóra skjánum í Aðalsal hússins í notalegu umhverfi og með ókeypis aðgangi.