OPEN CALL: ICELAND AIRWAVES OFF-ARENA 2019 – Fjölskyldudagurinn


Norræna húsið hefur opnað fyrir umsóknir fyrir alla áhugasama sem vilja taka þátt í að skapa lifandi dagskrá fyrir börn og ungmenni á Airwaves off-venue fjölskyldudeginu, laugardaginn 9. nóvember 2019.

Allir geta sótt um, en húsið leggur áherslu á að miðla menningu frá Norðurlöndunum. Norræn menningarstefna leggur sérstaka áherslu á sjálfbær, skapandi, þvermenningarleg, Ung og stafræn Norðurlönd. Hafir þú áhuga á að halda viðburð, tónleika, vinnustofu eða annað sem þér dettur í hug þá viljum við heyra frá þér. Við hvetjum alla sem eru með hugmyndir að sækja um óháð kyni og uppruna.

Viðburðirnir fara fram í húsakynnum Norræna hússins og eru ýmis rými í húsinu í boði sem geta boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september og skal umsóknum skilað á netfangið: sigrune@nordichouse.is

Umsóknin má vera á íslensku, ensku eða einu skandinavísku tungumáli, merkt: AIRWAVES OFF-ARENA 2019 – Family Day.

Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á viðburðinum og umsækjanda.